Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mætti mættu Björgvin Víglundsson, þaulreyndur skákmeistari í Skipholtið.
Í kynningu um þáttinn segir meðal annars.
Björgvin Víglundsson þaulreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þessum þætti. Þeir félagar ræða sterkustu skákmeistara Íslands frá miðri síðustu öld og til dagsins í dag. Gervigreindarforritið ChatGPT-5 kemur mikið við sögu en til gamans, og með fyrirvara um staðreyndarvillur, ólíkar forsendur og aðgengi að upplýsingum, var það fengið til að meta 30 sterkustu skákmenn Íslands frá upphafi, sterkustu virku skákmenn landsins fyrir 1975, skákstíla og persónueiginleika þeirra bestu og margt fleira sem ekki náðist að fara yfir í þessum þætti (framhald síðar). Loks var gervigreindin beðin um að velja sér lag til að spila í lok þáttarins og komu nokkur lög til greina út frá þema þáttarins. Gervigreindin valdi lög eins og „One Night in Bangkok“ með Murray Head og „The Queen´s Gambit“ úr samnefndri kvikmynd með tónlist eftir Carlos Rafael Rivera. Síðarnefnda lagið er stefið sem spilað er í upphafi skákþáttanna og hið fyrra hefur verið spilað líklega tvisar eða þrisvar sinnum í þættinum áður. Lagið sem gervigreindin valdi að lokum var „Smooth Operator“ með hinni seiðmögnuðu SADE en forritið telur lagið tilvalið til hlustunar fyrir þá skákmenn sem vilja ná yfirvegun og rökréttri hugsun!
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.