Vetrarstarf Taflfélags Garðabæjar fór af stað um helgina með fyrstu barna og unglingaæfingunum en í kvöld hefst fullorðinsstarfið með Skákkvöldi í Miðgarði í kvöld kl. 19:30. Tefldar verða hraðskákir 3+2 en fjöldi umferða fer eftir fjölda þátttakenda. Allir velkomnir!

Starfið í vetur verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Skákkvöldin verða vikuleg hraðskákmót fyrir utan síðasta mánudag hvers mánaðar þegar við skiptum yfir í atskák. Stefnt er á að halda nokkra fyrirlestra í vetur auk þess sem lengra námskeið fyrir fullorðna er í pípunum. Skákþing Garðabæjar verður að öllum líkindum síðustu helgina í september með blönduðu formi af atskák og kappskák.

- Auglýsing -