Hvaleyrarskóli og Rimaskóli tefla á Norðurlandamóti skólasveita í Finnlandi nánar tiltekið í Helsinki þann 12-14.september. 

Sveit Hvaleyrarskóla:

  1. Tristan Nash Alguno Openia
  2. Milosz Úlfur Olszeski
  3. Kristófer Árni Egilsson
  4. Katrín Ósk Tómasdóttir
  5. Emilía Klara Tómasdóttir

Sveit Rimaskóla:

  1. Tristan Fannar Jónsson
  2. Emilia Embla B. Berglindardóttir
  3. Sigrún Tara Sigurðardóttir
  4. Emilía Sigurðardóttir
  5. Tara Líf Ingadóttir

Hvaleyrarskóli teflir í U17 flokknum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari grunnskólasveita og Rimaskóli í U13 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari barnaskólasveita í mars síðastliðnum!

Tímamörk eru 90 mínútur plús 30 sek og er dagskráin þétt!

Umferð 1 föstudag kl 19:00
Umferð 2 laugardag kl 09:00
Umferð 3 laugardag kl 15:00
Umferð 4 sunnudag kl 09:00
Umferð 5 sunnudag kl 14:00

Liðstjórar eru Ægir Magnússon frá Hvaleyrarskóla og Helgi Árnason frá Rimaskóla

Þjálfari er skólastjóri Skákskólans Björn Ívar Karlsson.

Finnland sendir þrjá skóla til leiks í yngri flokknum og byrjaði Rimaskóli 1.umferð gegn einum af þeim. Áhugavert að sá skóli telfdi fram 1.borði með 2067 stigum en hin borðin stigalaus. Erfitt var það því fyrir Tristan Fannar en þrátt fyrir að lúta í dúk eftir flotta baráttu,kemur hann vel stemmdur í þetta mót.

Skáksalurinn er frábær samkvæmt keppendum og loftar vel um þá í finnsku andrúmslofti

Stelpurnar þrjár Emilía Embla,Sigrún Tara og Emilía S. kláruðu sínar skákir með miklu harðfylgi og gaman að sjá kvennaskákina halda áfram að blómstra! 

Rimaskóli sigrar 3-1 og baráttan hafin!

Hvaleyrarskóli átti erfiðara verkefni fyrir höndum en þeir mættu sama skóla og þau höfðu mætt í Washington á Heimsmeistaramóti skólasveita í ágúst síðastliðnum. Tveir af þeim telfdu í dag og sýndi Kristófer öðrum þeirra að 400 stiga munur segir ekkert til um getu með frábærri frammistöðu en gleymdi sér í örskotstund og missti í tap. 0-4 tap en allir lærðu eitthvað eftir að hafa fengið að fara vel yfir skákirnar með Birni Ívari og preppa sig fyrir morgundaginn!

Sterkt mót en stemmingin frábær!

Umferð hefst snemma á laugardag kl 09:00(06:00 á íslenskum tíma) og er stefnan sett á að rigna inn sigrum eins og þessi úrhellisrigning sem er í Helsinki alla helgina.

 

- Auglýsing -