Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 fer fram dagana 13.–16. nóvember 2025 í Rimaskóla, Reykjavík.

Mótsupplýsingar:

Fyrsta umferð í úrvalsdeild hefst fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:00. Aðrar deildir hefjast föstudaginn 14. nóvember kl. 19:00. Teflt verður laugardaginn 15. nóvember kl. 11:00 og 17:30, og síðasta umferð fyrri hlutans fer fram sunnudaginn 16. nóvember kl. 11:00. Allar deildir hefjast á sama tíma nema annað sé tekið fram.

Tímamörk:

  • Úrvalsdeild: 90 mínútur fyrir fyrstu 40 leiki, auk 15 mínútna eftir 40 leiki, með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
  • Aðrar deildir: 90 mínútur á skákina með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.

Þátttökugjöld 2025-26:

  • Úrvalsdeild: 140.000 kr.
  • 1. deild: 95.000 kr.
  • 2. deild: 45.000 kr.
  • 3. deild: 35.000 kr.
  • 4. deild: 25.000 kr.

Ferðakostnaður:

Skáksamband Íslands endurgreiðir ferðakostnað innanlands fyrir keppendur sem koma langt að. Allt að 30.000 kr. í úrvalsdeild fyrir þá sem tefla allar fimm umferðirnar, en 15.000 kr. fyrir aðra í úrvalsdeild og 1. deild, gegn framvísun kvittana. Enginn ferðakostnaður er endurgreiddur fyrir aðrar deildir.

Skráning:

Skráningarfrestur:

  • Úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild og 3. deild: 20. október 2025.
  • 4. deild: 6. nóvember 2025.

Félagaskipti: Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 23. október 2025 kl. 23:59. Skákmenn án félags og alþjóðlegra kappskákstiga eru undanþegnir þessum fresti.

Síðari hluti mótsins:

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 er áætlaður dagana 5.–8. mars 2026.

- Auglýsing -