Dagana 30.sept til 1.okt fór fram Skólaskákmót Kópavogs liðakeppni. Mótshaldari var Skákdeild Breiðabliks og mótið var haldið við góðar aðstæður í Breiðabliks stúkunni. Að þessu sinni var teflt í tveimur flokkum, 5-7 bekk og 8-10 bekk. Í báðum flokkum voru mættar fimm sveitir og teflt einföld umferð allir við alla.

5-7 bekkur

Í 5-7 bekkjar mótinu var það A-sveit Salaskóla sem leiddi strax frá byrjun og vann sannfærandi með 14 vinningum af 16. Keppnin um annað sætið var töluvert meira spennandi. Þar var það Vatnsendaskóli sem hafði betur gegn b-sveit Álfhólsskóla og tryggði það Vatnsendaskóla annað sætið. Efsta b-sveitin var Álfhólsskóli – B sveit

Salaskóli: Reynir Elí, Hannes Krummi, Guðjón Veigar, Heiðar Már

🥇Salaskóli – A sveit 14

🥈Vatnsendaskóli 10

🥉Álfhólsskóli – B sveit 9

Borðaverðlaun:
  1. Reynir Elí Kristinsson (Salaskóli – A sveit) 4/4
  2. Aron Logi Davíðsson (Vatnsendaskóli) 4/4
  3. Heiðar Már Eiðsson (Salaskóli – A sveit) 3/4
  4. Brimir Sverrisson Frýdal (Álfhólsskóli – A sveit) og Guðjón Veigar Rúnarsson (Salaskóli) 4/4

Úrslit og mótstafla:

8-10 bekkur

Viðureign Lindaskóla og Smáraskóla

Í 8-10 bekk var Lindaskóli í sérflokki og hafði sigur með 15 vinninga af 16 mögulegum. Fyrir lokaumferðina mættust Lindaskóli og Smáraskóli í hreinni úrslita viðureign þar sem skildi aðeins hálfur vinningur milli þeirra. Lindaskóli hafði betur í þeirri viðureign og vann 3-1. Efsta b-sveitin var að þessu sinni Vatnsendaskóli – B sveit

 

Lindaskóli: Sigurður Páll, Birkir, Örvar Hólm, Nökkvi Hólm

🥇Lindaskóli – A sveit 15

🥈Smáraskóli 12½

🥉Vatnsendaskóli – A sveit 8½

Borðaverðlaun:
  1. Sigurður Páll Guðnýjarson (Lindaskóli A-sveit) 4/4
  2. Birkir Hallmundarson (Lindaskóli A-sveit) 4/4
  3. Halldóra Jónsdóttir (Smáraskóli) 4/4
  4. Nökkvi Hólm Brynjarsson (Lindaskóli A-sveit) 4/4

Úrslit og mótstafla:

- Auglýsing -