Þann 1.október hófst U2000 mót Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er kappskákmót fyrir skákmenn undir 2000 stigum sem fer fram tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum sem er breyting frá því áður. Gauti Páll Jónsson ritstjóri tímaritsins Skák fékk þann heiður að leika fyrsta leiknum á efsta borði.
Að þessu sinni voru flest úrslit eftir bókinni en á fyrsta borði sigraði Anh Hai í sinni skák gegn Páli Andrasyni.
Mótinu verður gerð meiri skil þegar líður á. Tíu efstu borðum mótsins verða í beinni á meðan aðrar skákir verða slegnar inn jafnóðum.
Lichess hlekk verður bætt við síðar
- Auglýsing -