FIDE birti at- og hraðskákstig þann 1. október sl. Vignir Vatnar kominn yfir 2600 stig, Örn Leó yfir 2400 stig, TG að hækka mest í hraðskák og SA að tefla mest í atskák.

Atskák

Helgi Ólafsson (2496) er stigahæstur í atskák. Lenka Ptácníková (2145) er stigahæst kvenna en hún fór í víking til Noregs og hækkaði um 36 stig.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson er stigahæstur ungmenna og Helgi Ólafsson (2496) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Hraðskák

Vignir Vatnar Stefánsson (2609) er stigahæstur í hraðskák og er í fyrsta skipti kominn yfir 2600 stig. Vignir er númer 134-135 í heiminum og vantar 18 stig til þess að komast á topp 100.

Olga Prudnykova (2116) er stigahæst skákkvenna.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2286) er stigahæstur ungmenna eftir 27 stiga hækkun í mánuðinum. Adam Omarsson (2217) náði öðru sætinu af Ingvari Wu Skarphéðinssyni (2193) eftir 67 stiga hækkun.

Hannes Hlífar Stefánsson (2425) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Breytingar

Guðrún Fanney Briem (1969) hækkaði um 100 stig í atskák í mánuðinum. Sigþór Árni Sigurgeirsson (1768) hækkaði um 75 stig og Jón Kristinn Þorgeirsson (2207) hækkaði um 53 stig.

Í hraðskák hækkaði Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2031) um 113 stig og greinarhöfundur (2035) um 72 stig.

Af stigaháum má nefna 63 stiga hækkun Arnar Leós Jóhannssonar (2401). Örn fór þar með í fyrsta skipti yfir 2400 stig en það er áhugavert í ljósi þess að hann fór í fyrsta skipti yfir 2300 stig í maí!

Fjöldi

Öflugt starf Skákfélags Akureyrar skilar þeirra mönnum í efstu sæti yfir fjölda atskáka. 24 skákir Sigurðar Eiríkssonar (1885) skiluðu honum 48 stiga hækkun.

Kristján Örn Elíasson og Vignir Vatnar tefldu báðir 54 hraðskákir í mánuðinum. Þeir ásamt Gauta Páli báru höfuð og herðar yfir aðra í fjölda hraðskáka.

Nýliðar

3 nýir koma inn á lista í atskák. Eiður Jökulsson 9 ára kemur er þeirra stigahæstur með 1813 stig.

8 nýir koma inn á lista í hraðskák. Florent Zoro  er stigahæstur með 1793 stig.

- Auglýsing -