Íslenska liðið í opnum flokki að tafli í fyrstu umferð. Mynd: ECU

Önnur umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Bæði liðin fá sterka andstæðinga sem eru töluvert stigahærri á pappírnum. Sérstaklega kvennaliðið.

Liðið í opnum flokki mætir liði Búlgaríu og hvílir Dagur Ragnarsson. Arkadij Naiditsch teflir á fyrsta borði fyrir Búlgaríu en hefur teflt fyrir ýmsustu skáksambönd (Lettland, Þýskaland, og Azerbajdan. Búlgarar steinlágu fyrir sterku liði Hollendinga í fyrstu umferð. Aðeins Petkov náði jafntefli

Kvennaliðið mætir sveit Úkraínu sem er það þriðja sterkasta á pappírnum! Úkraína gerði óvænt jafntefli í fyrstu umferð gegn Austurríki. Í sveitinni teflir meðal annars fyrrverandi heimsmeistari kvenna Anna Ushenina sem mætir Höllu á öðru borði. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvílir. Erfitt verkefni!

Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.

Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Auglýsing -