Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á haustmóti Goðans 2025 sem lauk í Túni á Húsavík síðdegis í gær. Jakob fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum og gerði einungis jafntefli við Kristján Inga Smárason í fyrstu umferð. Rúnar Ísleifsson varð annar með 4 vinninga og Adam Ference Gulyas þriðji á stigum, með 3 vinninga. Alls tóku 9 þátt í mótinu en einn hætti eftir tvær umferðir.
Lokastaðan
| 1. | Sigurdsson, Jakob Saevar | 1888 | 4.5 | |
| 2. | Isleifsson, Runar | 1861 | 4.0 | |
| 3. | Gulyas Adam Ferenc | 1706 | 3.0 | |
| 4. | Smarason, Kristjan Ingi | 1703 | 3.0 | |
| 5. | Gudjonsson, Ingi Haflidi | 1587 | 2.5 | |
| 6. | Adalsteinsson, Hermann | 1731 | 2.0 | |
| 7. | Akason, Aevar | 1567 | 2.0 | |
| 8. | Lesman Dorian | 0 | 1.5 | |
| 9. | Gudjonsson Larus Solberg | 1493 | 1.0 |
Jakob græðir 18 stig á mótinu og verður kominn í 1906 stig 1. nóvember nk. Tímamörk í mótinu voru 90+30 og tefldar voru 5 umferðir.
- Auglýsing -

















