Jakob Sævar Sigurðsson skákmeistari Goðans 2025

Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á haustmóti Goðans 2025 sem lauk í Túni á Húsavík síðdegis í gær. Jakob fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum og gerði einungis jafntefli við Kristján Inga Smárason í fyrstu umferð. Rúnar Ísleifsson varð annar með 4 vinninga og Adam Ference Gulyas þriðji á stigum, með 3 vinninga. Alls tóku 9 þátt í mótinu en einn hætti eftir tvær umferðir.

Lokastaðan

1. Sigurdsson, Jakob Saevar 1888 4.5
2. Isleifsson, Runar 1861 4.0
3. Gulyas Adam Ferenc 1706 3.0
4. Smarason, Kristjan Ingi 1703 3.0
5. Gudjonsson, Ingi Haflidi 1587 2.5
6. Adalsteinsson, Hermann 1731 2.0
7. Akason, Aevar 1567 2.0
8. Lesman Dorian 0 1.5
9. Gudjonsson Larus Solberg 1493 1.0

 

Jakob græðir 18 stig á mótinu og verður kominn í 1906 stig 1. nóvember nk. Tímamörk í mótinu voru 90+30 og tefldar voru 5 umferðir.

Mótið á chess manager.

- Auglýsing -