Íslandsmót Símans, sem er skipulagt af Rafíþróttasambandi Íslands í samstarfi við Skáksamband Íslands og Sjónvarp Símans hefjast aftur sunnudaginn með átta manna úrslitum eftir alllangt hlé vegna Evrópumóta landsliða og taflfélaga.
Fyrri átta manna úrslitin fara fram á sunnudaginn kl 18. Þætast mætast annars vegar stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, sem teflir frá Portúgal þar sem hann teflir á alþjóðlegu móti, og hins vegar FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson, sem teflir frá Budva í Svartfjallalandi, þar sem hann gegnir þjálfarastöðu ungmennalandsins.
Síðari viðureignin kvöldsins verður að teljast aðalviðureigin kvöldins en þar verður sannkölluð bræðrabylta þegar bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir mætast. Litli bróðir, Bragi hefur titil stórmeistara en stóri bróðir Björn er alþjóðlegur meistari.
Tefdar eru sex skákir og sá vinnur sem fyrr nær 3½ vinningi. Verði jafnt 3-3 – verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma.
Lýsendur á sunnudaginn verða alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson og FIDE-meistarinn Sigurbjörn Björnsson
Seinni hluta átta manna úrslita fer fram 9. nóvember þá mætast. Helgi Áss Grétarsson og Jón Kristinn Þorgeirsson og Jóhann Hjartarson og Símon Þórhallsson.
Hlé verður 16. nóvember vegna Íslandsmóts skákfélaga. Undanúrslit og úrslit fara fram 23. og 30. nóvember.
Átta manna úrslit
- 2. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – FM Ingvar Þór Jóhannesson
- 2. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson – IM Björn Þorfinnsson
- 9. nóvember: GM Helgi Áss Grétarsson – FM Jón Kristinn Þorgeirsson
- 9. nóvember: GM Jóhann Hjartarson – FM Símon Þórhallsson
Dagskrá
Mótið fer fram á sunnudögum frá 7. september til 30. nóvember 2025, samkvæmt eftirfarandi dagskrá:
- 7. september 2025: Netskák dagur 1 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 14. september 2025: Netskák dagur 2 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 21. september 2025: Netskák dagur 3 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 28. september 2025: Netskák dagur 4 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 2. nóvember 2025: Netskák dagur 5 (8 manna úrslit, 6 skákir)
- 9. nóvember 2025: Netskák dagur 6 (8 manna úrslit, 6 skákir)
- 23. nóvember 2025: Netskák dagur 7 (undanúrslit, 6 skákir)
- 30. nóvember 2025: Netskák dagur 8 (úrslit, 10 skákir)
Tímamörk verða 3+2 og nákvæmar tímasetningar útsendinga verða tilkynntar síðar. Mótið fylgir útsláttarfyrirkomulagi, þar sem keppendur detta út eftir tap þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Verðlaun
Verðlaunafé mótsins hefur verið hækkað um 100.000 kr. og er nú sem hér segir:
- 200.000 kr.
- 100.000 kr.
- 25.000 kr.
- 25.000 kr.















