Íslensku keppendurnir á EM ungmenna í Budva í Svarfjallalandi fengu sex vinninga í sjöundu umferð mótsins, sem fram fór í dag.

Róbert Heiðar, Mikael Bjarki, Markús Orri Óskarsson og Markús Orri Jóhannsson unnu sínar skákir. Iðunn, Pétur Úlfar, Birkir og Adam gerðu jafntefli.

Úrslit 7. umferðar

Róbert Heiðar hafði hvítt gegn Cristoph Karl Ragger frá Austurríki. Cristoph þessi er einmitt sonur stórmeistarans góðkunna Markus Ragger. Cristoph tefldi Caro-kann vörn og eftir 15 leiki kom þessi staða upp:

Hér lék Róbert Heiðar 16. He5! og svarta drottningin er skyndilega innilokuð. Framhaldið varð 16. … Rg6 17. g3! og Róbert vann stuttu síðar.

Róbert var grafinn lifandi á ströndinni en í skák dagsins gróf Róbert drottningu Raggers lifandi!
Markús Orri Óskarsson vann fína skák í dag
Markús Orri Jóhannsson fyrir sigurskák dagsins
Mikael Bjarki vann mjög sannfærandi sigur í dag
Íslensku foreldrarnir standa sig vel
Farið yfir skákir dagsins. Frá vinstri: Ernir, Iðunn, Birkir, Pétur, Björn Ívar, Ingvar Þór og Haukur í fangi Ingvars.
Pörun 8. umferðar

Chess-results
Beinar útsendingar
Heimasíða mótsins

Mótið stendur yfir frá 29. okt til 7. nóv.

Ísland á 15 fulltrúa á mótinu. Þeir eru:
U8 Róbert Heiðar Skúlason
U10 Pétur Úlfar Ernisson
U10 Nökkvi Már Valsson
U12 Haukur Víðis Leósson
U12 Birkir Hallmundarson
U14 Jósef Omarsson
U16 Markús Orri Óskarsson
U16 Markús Orri Jóhannsson
U16 Mikael Bjarki Heiðarsson
U16 Theódór Helgi Eiríksson
U16-stúlknaflokkur Guðrún Fanney Briem
U18 Ingvar Wu Skarphéðinsson
U18 Adam Omarsson
U18 Gunnar Erik Guðmundsson
U18-stúlknaflokkur Iðunn Helgadóttir

Þjálfarar hópsins eru Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson

- Auglýsing -