Benedikt Briem varð að játa sig sigraðann í fyrsta skipti á Lagos Open í Portúgal en hann varð að lúta í dúk gegn stórmeistaranum Vigni Vatnar Stefánssyni sem hoppaði þá upp í efsta sætið, hefur unnið allar sínar tefldu skákir til þessa á mótinu!
Benedikt hafði hvítt gegn Vigni og upp kom Catalan-byrjun. Þeir þekkjast vel og því erfitt að tefla innbyrðis þegar menn þekkja byrjanir hvers annars inn og út. Benedikt tefldi skákina mjög vel framan af og virtist fá frábært spil fyrir peð sem hann fórnaði. Aðeins virtist vanta eilítið upp á að herða tökin hjá hvítum en þá fór tíminn að verða af skornari skammti og Benedikt missti tökin sem Vignir nýtti sér. Enginn annars bróðir í leik eins og segir!
Vignir hrifsaði þar með efsta sætið af Benedikt en deilir því með Harikrishnan. Vignir fær hvítt á Harikrishnan í næstu umferð og sigur þar myndi fara langt með að tryggja sigur á mótinu…þrátt fyrir að gefa eina umferð í forgjöf!
Staðan á mótinu er eftirfarandi:
Í áttundu umferð hefur Vignir semsagt hvítt gegn Harikrishnan en Benedikt fær svart gegn alþjóðlega meistaranum Manuel Bosboom. Segja má að Bosboom, hafi Bosboomað yfir sig í dag en hann hafði svart í þessari stöðu eftir 9. leiki
Falleg samhverfa í svörtu stöðunni en hlýju orðin enda þar! Vinsamlegast reynið ekki heima og látið atvinnumennina um að tapa svona stöðum!
Vert er að minna á skráningu á mót þeirra félaga á Le Kock sem fram fer síðar í mánuðinum hvar Simon Williams mætir til leiks!
Lagos Open er 9 umferða mót með einum tvöföldum degi en að öðru leiti er ein skák á dag. Vignir er næststigahæstur á mótinu á eftir indverskum alþjóðlegum meistara og Benedikt er sjöundi í stigaröðinni. Alls eru 74 keppendur á mótinu.


















