Átta manna úrslitum Íslandsmóts Símans, sem er skipulagt af Rafíþróttasambandi Íslands í samstarfi við Skáksamband Íslands og Sjónvarp Símans lauk í gærkvöldi þegar tvö síðustu einvígi 8-manna úrslitanna fóru fram. Símon Þórhallsosn vann nokkuð óvæntan sigur á Jóhanni Hjartarssyni í hörkueinvígi og Helgi Áss komst áfram gegn Jón Kristni Þorgeirsson, einnig í hörkueinvígi.

Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Símon og stórmeistarinn Jóhann Hjartarson. Flestir áttu von á sigri Jóhanns en samblanda af seiglu Símons og yfirsjón hjá Jóhanni gerði það að verðum að einvígið varð mjög jafnt og fór svo að Símon hafði betur, 4-3 eftir bráðabana! Sigurvegari í viðureign þeirra mætir Braga Þorfinnssyni í undanúrslitum.

Í seinna einvíginu mætti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson FIDE-meistaranum og norðanmanninum Jón Kristini Þorgeirssyni. Helgi var fyrri til og komst í 3-1 en Jón beit frá sér og minnkaði muninn í 3-2 áður en Helgi tók lokaskákina og vann einvígið 4-2 Siguvegarinn mætir Vigni Vatnari Stefánssyni í undanúrslitum.

Tefdar eru sex skákir og sá vinnur sem fyrr nær 3½ vinningi. Verði jafnt 3-3 – verður teflt til þrautar með sama umhugsunartíma.

Lýsendur í gær voru þeir alþjóðlegu meistararnir Hilmir Freyr Heimisson og Björn Þorfinnsson.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

Hlé verður 16. nóvember vegna Íslandsmóts skákfélaga. Undanúrslit og úrslit fara fram 23. og 30. nóvember.

Átta manna úrslit

  1. 2. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – FM Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5
  2. 2. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson – IM Björn Þorfinnsson 4-0
  3. 9. nóvember: GM Helgi Áss Grétarsson – FM Jón Kristinn Þorgeirsson 4-2
  4. 9. nóvember: GM Jóhann Hjartarson – FM Símon Þórhallsson 3-4

Undanúrslit

  1. 23. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson – FM Símon Þórhallsson
  2. 23. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – GM Helgi Áss Grétarsson

Úrslit

  1. 30. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson/FM Símon Þórhallsson – GM Vignir Vatnar Stefánsson/GM Helgi Áss Grétarsson

Verðlaun

Verðlaunafé mótsins hefur verið hækkað um 100.000 kr. og er nú sem hér segir:

  1. 200.000 kr.
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr.
  4.   25.000 kr.
- Auglýsing -