Kristján Örn Elíasson, alþjóðlegur skákdómari, útvarpsmaður, formaður Skákfélags Íslands og virkasti skákmaður landsins hefur lengi stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið. Gaman að þessu.

Í fyrradag mætti Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari, fyrrum landsliðsmaður í skák, Garðbæingur og ritstjóri DV í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Kristján Örn tekur á móti Birni Þorfinnssyni, alþjóðlegum meistara og ritstjóri DV.is í stúdíóið. Mikill kraftur er búinn að vera í íslensku mótahaldi að undanförnu og fara þeir Björn og Kristján yfir það helsta í þættinum. Þeir tala um menn og málefni og segja sína skoðun á hvoru tveggja. Taflfélag Garðabæjar hélt upp á 45 ára afmæli sitt á mánudaginn var í Miðgarði, nýja íþróttahúsi bæjarins, en þar hefur félagið fengið góða aðstöðu fyrir starfsemi sína. Afmælisveislan hófst með því að boðið var upp á veitingar og svo lék bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, fyrst leikinn fyrir Erling Jensson í skák hans gegn Vigni Vatnari Stefánssyni. Björn var óstöðvandi í þessu fjölmenna og sterka skákmóti og fékk 9 vinninga í 9 skákum. Hann er því nýr hraðskákmeistari Garðabæjar en í vikunni áður var Björn einnig krýndur skákmeistari Garðabæjar. Þeir félagar, Kristján og Björn, fara um víðan völl í þættinum og ræða vel og lengi um Íslandsmót skákfélaga en fyrri hluti mótsins var tefldur í Rimaskóla um síðustu helgi.  

 

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -