Undanúrslit Íslandsmóts Símans, sem er skipulagt af Rafíþróttasambandi Íslands í samstarfi við Skáksamband Íslands og Sjónvarp Símans fara fram sunnudaginn 23. nóvember og hefjast kl. 19.

Í fyrri viðureignn kvöldsins teflir stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson gegn FIDE-meistaranum Símoni Þórhallssyni sem hefur heldur betur komið á óvart í keppninni.

Í síðara einvíginu sem hefst strax að hinu loknu mæta Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í kappskák. Helgi Áss Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson. Áfram?

Tefldar eru sex skákir og sá vinnur sem fyrr nær 3½ vinningi. Verði jafnt 3-3 verður teflt til þrautar með sama umhugsunartíma.

Lýsendur á sunnudaginn verður „gamla gengið“ Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson sem snúa aftur eftir útlegð í Svartfjallalandi.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

Einvígin eru á Lengjunni

Undanúrslit og úrslit fara fram 23. og 30. nóvember.

Átta manna úrslit

  1. 2. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – FM Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5
  2. 2. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson – IM Björn Þorfinnsson 4-0
  3. 9. nóvember: GM Helgi Áss Grétarsson – FM Jón Kristinn Þorgeirsson 4-2
  4. 9. nóvember: GM Jóhann Hjartarson – FM Símon Þórhallsson 3-4

Undanúrslit

  1. 23. nóvember: GM Bragi Þorfinnsson – FM Símon Þórhallsson
  2. 23. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – GM Helgi Áss Grétarsson

Úrslit

  1. 30. nóvember: GMBragi/FM Símon – GM Vignir/GM Helgi Áss

Dagskrá

Mótið fer fram á sunnudögum frá 7. september til 30. nóvember 2025, samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

  1. 7. september 2025: Netskák dagur 1 (16 manna úrslit, 6 skákir)
  2. 14. september 2025: Netskák dagur 2 (16 manna úrslit, 6 skákir)
  3. 21. september 2025: Netskák dagur 3 (16 manna úrslit, 6 skákir)
  4. 28. september 2025: Netskák dagur 4 (16 manna úrslit, 6 skákir)
  5. 2. nóvember 2025: Netskák dagur 5 (8 manna úrslit, 6 skákir)
  6. 9. nóvember 2025: Netskák dagur 6 (8 manna úrslit, 6 skákir)
  7. 23. nóvember 2025: Netskák dagur 7 (undanúrslit, 6 skákir)
  8. 30. nóvember 2025: Netskák dagur 8 (úrslit, 10 skákir)

Tímamörk verða 3+2 og nákvæmar tímasetningar útsendinga verða tilkynntar síðar. Mótið fylgir útsláttarfyrirkomulagi, þar sem keppendur detta út eftir tap þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Verðlaun

Verðlaunafé mótsins hefur verið hækkað um 100.000 kr. og er nú sem hér segir:

  1. 200.000 kr.
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr.
  4.   25.000 kr.
- Auglýsing -