FIDE birti at- og hraðskákstig þann 1. desember sl. TR-ingar að hækka mest í báðum flokkum. Aleksandr Domalchuk-Jonasson er efstur á sínum síðustu U20 listum. Það verður hörð barátta um að leiða þann flokk í upphafi næsta árs.
Atskák
Stigahæstu skákmenn og konur
Það voru ekki stórar breytingar á listanum þrátt fyrir Íslandsmót taflfélaga í atskák. Helgi Ólafsson (2496) er enn efstur en Vignir Vatnar Stefánsson (2463) nálgaðist hann í mánuðinum. Eigum við ekki að spá því að hann nái honum í desember á annað hvort Íslandsmótinu eða heimsmeistaramótinu?
Lenka Ptácníková (2121) er stigahæst skákkvenna þrátt fyrir smá stigatap í mánuðinum.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) er efstur á sínum síðasta U20 atskák lista. Adam Omarsson (2124) leiðir baráttuna um að vera efstur á janúar listanum eftir að hafa hækkað um 36 stig og komist upp fyrir Benedikt Briem (2100)
Á vizkualdrinum er Helgi Ólafsson (2496) efstur eftir.

Hraðskák
Vignir Vatnar Stefánsson (2599) missti 15 stig og datt rétt niður fyrir 2600 stig. Hannes Hlífar Stefánsson (2431) og Helgi Áss Grétarsson (2431) hækkuðu báðir í mánuðinum og enda jafnir í 2. sæti.
Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2282) er stigahæstur ungra skákmanna en Ingvar Wu Skarphéðinsson (2254) komst upp í annað sætið með 38 stiga hækkun í nóvember.
Hannes Hlífar Stefánsson (2431) er áfram stigahæstur á vizkualdrinum eftir 6 stiga hækkun í síðasta mánuði.

Breytingar
Pétur Úlfar Ernisson (1830) komst í 100 stiga klúbbinn með því að hækka um 107 stig í atskák í nóvember. Theódór Eiríksson (1979) komst nálægt 2000 stiga múrnum með 98 stiga hækkun. Hjá stigahærri skákmönnum má benda á 41 stigs hækkun Dags Ragnarssonar (2387)
Í hrað skák hækkaði Arnar Ingi Njarðarson (1638) mest eða um 92 stig, tveim meira en Markús Orri Jóhannsson (1989)

Fjöldi
Gauti Páll Jónsson (2115) tefldi 23 atskákir í mánuðinum en Aron Ellert Þorsteinsson (1900) tefldi flestar hraðskákir. Arnar Ingi Njarðarson var annar á báðum listum.

Nýir á lista
10 koma nýir inn á lista í atskák. Árni Böðvarsson þeirra stigahæstur með 1962 stig. 12 koma nýir inn á lista í hraðskák, Unnsteinn Sigurjónsson þeirra stigahæstur með 1915 stig.















