29 sveitir tóku þátt á fjölmennu Íslandsmóti barna- og unglingasveita í Miðgarði á sunnudaginn. Keppt var í þrem flokkum, opnum flokki, B flokki þar sem kepptu krakkar í 4.-7. bekk og C flokki þar sem kepptu krakkar í 1.-3. bekk.

Opinn flokkur

A sveit Breiðabliks sigraði eftir harða baráttu við A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Fyrir lokaumferðina leiddu Blikar með einum vinning og nægði því jafntefli. Þau gerðu gott getur og unnu 3-1 og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Sveit Breiðbliks skipuðu:

  1. Guðrún Fanney Briem
  2. Sigurður Páll Guðnýjarson
  3. Birkir Hallmundarson
  4. Örvar Hólm Brynjarsson

vm. Hallur Steinar Jónsson

 

Fjórir úr sigurliði Breiðabliks ásamt liðsstjóranum Mikael Bjarka Heiðarssyni, sem einmitt vann mótið í fyrra

Borðaverðlaun

  1. Haukur Víðis Leósson
  2. Sigurður Páll Guðnýjarson
  3. Birkir Hallmundarson
  4. Hallur Steinar Jónsson
Borðaverðlaunahafar í opna flokknum

 

B flokkur

Spennan var ekki minni í B flokki. Þar munaði aðeins einum vinningi á A sveit Taflfélags Reykjavíkur og A sveit Fjölnis. TR vann einmitt Fjölni í 2. umferð með minnsta mun, 2,5-1,5 og lét það forskot ekki af hendi.

Sveit TR-A skipuðu:

  1. Dagur Sverrisson
  2. Eiður Jökulsson
  3. Gunnar Þór Þórhallsson
  4. Garðar Hrafn Einarsson
  5. Vilhelm Þór Have Hermansen
Sigurlið TR-A ásamt liðsstjóranum Unu Strand Viðarsdóttur

Borðaverðlaun í B flokki hlutu

  1. Tristan Fannar Jónsson
  2. Eiður Jökulsson
  3. Ómar Jón Kjartansson
  4. Helgi Tómas Jónsson
Borðaverðlaunahafar í B-flokki

 C flokkur

Það er greinilegt að allar skákir í þessu móti skipta máli því aðeins munaði 2 vinningum í C flokki á sigurliði A sveitar KR og A sveit Taflfélags Reykjavíkur.

 

Sveit KR skipuðu

  1. Róbert Heiðar Skúlason
  2. Jón Fenrir Ragnarsson
  3. Theodór Nóel Schram
  4. Venkata Abhinay
  5. Praanvi Kandakuri

 

Sigursveit KR í C flokki

Borðaverðlaun í C flokki hlutu:

  1. Helgi Fannar Óðinsson
  2. Hrafnkell Brynjólfsson
  3. Theodór Nóel Schram, Kristófer Jökull Sigurðsson, Axel Tyr Raj Magnússon.
  4. Praanvi Kundakuri, Charlie Bull
Borðaverðlaunahafar í C-flokki

 

 

- Auglýsing -