29 sveitir tóku þátt á fjölmennu Íslandsmóti barna- og unglingasveita í Miðgarði á sunnudaginn. Keppt var í þrem flokkum, opnum flokki, B flokki þar sem kepptu krakkar í 4.-7. bekk og C flokki þar sem kepptu krakkar í 1.-3. bekk.
Opinn flokkur
A sveit Breiðabliks sigraði eftir harða baráttu við A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Fyrir lokaumferðina leiddu Blikar með einum vinning og nægði því jafntefli. Þau gerðu gott getur og unnu 3-1 og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.
Sveit Breiðbliks skipuðu:
- Guðrún Fanney Briem
- Sigurður Páll Guðnýjarson
- Birkir Hallmundarson
- Örvar Hólm Brynjarsson
vm. Hallur Steinar Jónsson

Borðaverðlaun
- Haukur Víðis Leósson
- Sigurður Páll Guðnýjarson
- Birkir Hallmundarson
- Hallur Steinar Jónsson

B flokkur
Spennan var ekki minni í B flokki. Þar munaði aðeins einum vinningi á A sveit Taflfélags Reykjavíkur og A sveit Fjölnis. TR vann einmitt Fjölni í 2. umferð með minnsta mun, 2,5-1,5 og lét það forskot ekki af hendi.
Sveit TR-A skipuðu:
- Dagur Sverrisson
- Eiður Jökulsson
- Gunnar Þór Þórhallsson
- Garðar Hrafn Einarsson
- Vilhelm Þór Have Hermansen

Borðaverðlaun í B flokki hlutu
- Tristan Fannar Jónsson
- Eiður Jökulsson
- Ómar Jón Kjartansson
- Helgi Tómas Jónsson

C flokkur
Það er greinilegt að allar skákir í þessu móti skipta máli því aðeins munaði 2 vinningum í C flokki á sigurliði A sveitar KR og A sveit Taflfélags Reykjavíkur.
Sveit KR skipuðu
- Róbert Heiðar Skúlason
- Jón Fenrir Ragnarsson
- Theodór Nóel Schram
- Venkata Abhinay
- Praanvi Kandakuri

Borðaverðlaun í C flokki hlutu:
- Helgi Fannar Óðinsson
- Hrafnkell Brynjólfsson
- Theodór Nóel Schram, Kristófer Jökull Sigurðsson, Axel Tyr Raj Magnússon.
- Praanvi Kundakuri, Charlie Bull














