Landsliðsmaðurinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson átti erfiða helgi í Malasíu þar sem hann situr að tafli í 17th Penang Heritage City Open. 98 keppendur taka þátt á þessu opna móti og er Aleksandr númer 6 í stigaröðinni en hefur lent í alltof mörgum kornungum, efnilegum og „underrated“ skákmönnum, líklegast ekki besta mótavalið!
Á laugardeginum var tvöföld umferð, Sasha hafði 2 af 2 en mætti sterkum Kínverja í 3. umferðinni og skildu þeir jafnir. Sasha virtist hafa yfirhöndina lengi en lenti svo í krefjandi vörn og jafntefli niðurstaðan.
Seinni skákin á laugardeginum var gegn enn einum grjóthörðum ungum skákmanni, fæddum 2011. Aftur erfið vörn en að þessu sinni náði Sasha ekki að kýtta í götin.
Fyrri skákin á sunnudeginum var einnig gegn „underrated“ strák fæddum 2011, ekki öfundsvert og tap aftur niðurstaðan.
Sasha rétti aðeins úr kútnum í seinni skák dagsins en ljóst að hér er erfitt verkefni á ferðinni!
Aftur er tvöföld umferð á morgun og mótinu lýkur á Þorláksmessu. Sasha hefur 3,5 vinning og þarf að reyna að ná nokkrum elóstigum til baka í lokaumferðunum!
















