Nú styttist í stóru stundina, úrslitamótið á Le Kock mótaröðinni skemmtilegu og stórglæsilegu. Mótaröðin var haldin í samvinnu VignirVatnar.is, Le Kock og Ölvisholts svo einhverjir séu nefndir. Lokamótið verður haldið á Exeter hótelinu (sama hús og Le Kock). Hefjast leikar klukkan 15:00 á þessum vonandi fagra laugardegi 24. janúar!
Mikið verður lagt í lokamótið og glæsileg verðlaun í boði! 12 keppendur unnu sér keppnisrétt á lokamótið en tveir þeir áttu ekki heimankvæmt og var því farið niður úrslitalistann og koma þeir félagar Gauti Páll og Stefán Steingrímur eldhressir inn í úrslitamótið.
Keppendalistinn lítur svona út:
- Vignir Vatnar Stefánsson
- Helgi Áss Grétarsosn
- Björn Þorfinnsson
- Dagur Ragnarsson
- Örn Leó Jóhannsson
- Bragi Þorfinnsson
- Ingvar Wu Skarphéðinsson
- Sigurbjörn J. Björnsson
- Róbert Lagerman
- Hilmir Freyr Heimisson
- Stefán Steingrímur Bergsson
- Gauti Páll Jónsson
Í úrslitamótinu tefla allir 12 keppendurnir við alla (round-robin). Að loknum umferðunum 11 tefla fjórir efstu útsláttarmóti, undanúrslit og úrslit. Einnig er teflt um 3. sætið. Verðlaun á lokamótinu eru eftirfarandi:
Verðlaun eru eftirfarandi.
1. 200 þúsund + gjafabréf
2. 150 þúsund + gjafabréf
3. 100 þúsund + gjafabréf
Chess After Dark strákarnir verða með beina útsendingu og verður hún send út á Vísi meðal annars! Skákmenn eru hvattir til að fjölmenna á Le Kock og Exeter til að fylgjast með fjörinu. Skákborð verða á svæðinu á Le Kock og hægt verður að fylgjast með mótinu á skjá en mótið sjálft fer fram í sal á Exeter hótelinu. Veislustjórn verður á staðnum!



















