Sextán manna úrslit Síminn Invitational í netskák höfust í gærkvöld, sunnudaginn 18. janúar.  Í fyrri viðureign sunnudagskvöldsins knveesetti silfurhafinn frá Íslandsmótinu í netskák Símon Þórhallsson Fjölnismanninn knáa Jón Trausti Harðarson 4-2 eftir hörkubaráttu. Í seinni viðureigninni var hádramatík þegar stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð fyrir músaróhappi á ögurstundu gegn alþjóðlega meistaranum Birni Þorfinnssyni sem fór því áfram eftir spennandi einvígi.

Viðureign Símons og Jóns var eins og áður sagði mjög spennandi. Símon byrjaði betur og vann fyrstu skákina og virtist vera kominn með mjög hættulega sókn í skák númer tvö en Jón náði að verjast vel og var vakandi fyrir sínum færum þegar þau buðust og nýtti sér það til sigurs. Jón greinilega búinn að ná af sér stressu þarna og staðan 1-1. Næstu tvær skákir enduðu með jafntefli og allt í járnum 2-2 þegar Símon náði að snúa á Jón í fimmtu skákinni og staðan orðin 3-2.

Allt stefndi í bráðabana í sjöttu skákinni, Jón hafði yfirhöndina og stóð mjög vel en í tímahraki skildi hann drottningu sína eftir óvaldaða og Símon kláraði einvígið 4-2. Greinilegt að reynslu Símons kom að góðum notum í þessu einvígi og Jón Trausti lenti of oft í alvarlegu tímahraki sem hafði oft á tíðum úrslitaáhrif.

Seinna einvígið var ekki síður spennandi. Guðmundur Kjartansson kom reyndar mjög ákveðinn til leiks og náði í forystu og komst í 2-0 áður en Björn svaraði fyrir sig. Björn vann svo aftur og staðan orðin 2-2. Guðmundur komst aftur yfir en Björn jafnaði og knúði bráðabana, staðan 3-3.

Guðmundur hafði hvítt í bráðabanaskákinni, sigur í henni þýðir að viðkomandi er kominn áfram en jafntefli þá er skipt um leti og teflt áfram til þrautar. Skákin varð æsispennandi. Björn náði loks yfirhöndinni í endatafli þegar riddarar Guðmundur urðu of passífir en Björn lék því niður og stóð um tíma uppi með tapað tafl en skákin var orðin jafntefli aftur í lokin þegar Guðmundur lenti í músaróhappi „mouseslip“ og skákinni ekki viðbjargandi og Björn hafði betur í þessu einvígi.

Útsending fyrsta kvölds 16-manna úrslita:

Almennt um Síminn  Invitational:

Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Verði jafnt verður teflt til þrautar. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.

Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

Skákskýringar í vetur verða í umsjón Björns Ívars, Hilmis Freys og Ingvars Þórs.

Verðlaun í aðalkeppninni

  1. 200.000 kr
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr
  4.   25.000 kr.

Dagskrá

8. janúar 26′ Undanrásir
18. janúar. 26′ 16 manna úrslit
25. janúar 26′ 16 manna úrslit
1. febrúar 26′ 16 manna úrslit
8. febrúar 26′ 16 manna úrslit
22. febrúar 26′ 8 manna úrslit
1. mars 26′ 8 manna úrslit
15. mars 26′ Undanúrslit
22. mars 26′ Úrslit

 

- Auglýsing -