Íslandsmót kvenna 2026 fer fram í Hafnarfirði 5.-11. febrúar 2026. Teflt verður við frábærar aðstæður í húsnæði Siglingafélagsins Þyts, Strandgötu 88.
Í landsliðsflokki eiga keppnisrétt allar skákkonur sem hafa náð 1750 skákstigum eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2026.
LANDSLIÐSFLOKKUR KVENNA
Stefnt er á að tefldar verði 7 umferðir. Endanleg ákvörðun um fyrirkomulag og umferðarfjölda verður tekin að loknum skráningarfresti, 30. janúar
Umferðartafla landsliðsflokks
Með fyrirvara um fjölda keppenda.
- Fimmtudagurinn, 5. febrúar, kl. 18
- Föstudagurinn, 6. febrúar, kl. 18
- Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 13
- Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 13
- Mánudagurinn, 9. febrúar, kl. 18
- Þriðjudagurinn, 10. febrúar, kl. 18
- Miðvikudagurinn, 11. febrúar, kl. 18
Tímamörk verða 90+30 auk 15 mínútna eftir 40 leiki
Áskorendaflokkur kvenna
Fer fram helgina 6.-8. febrúar og teflt verður eftir bikarsyrpufyrirkomulagi. Tímamörk eru 30+30.
- Föstudagurinn, 6. febrúar, kl. 18:00
- Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 10:30
- Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 13:00
- Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 10:30
- Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 13:00
Úttekir á Chessable verða í verðlaun.
Verðlaun í landsliðsflokki
- 150.000 kr.
- 90.000 kr.
- 60.000 kr.
Íslandsmeistari kvenna í skák fær keppnisrétt í landsliðsflokki Skákþings Íslands árið 2027 og keppnisrétt í Ólympíuskákmótinu í Úsbekistan í september 2026.
Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri ein jöfn í verðlaunasætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnar verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum.
Skráningarfrestur er til 30. janúar kl. 16.


















