Lenka er núverandi Íslandsmeistari kvenna

Íslandsmót kvenna 2026 fer fram í Hafnarfirði 5.-11. febrúar 2026. Teflt verður við frábærar aðstæður í húsnæði Siglingafélagsins Þyts, Strandgötu 88. 

Í landsliðsflokki eiga keppnisrétt allar skákkonur sem hafa náð 1750 skákstigum eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2026. 

LANDSLIÐSFLOKKUR KVENNA

Stefnt er á að tefldar verði 7 umferðir. Endanleg ákvörðun um fyrirkomulag og umferðarfjölda verður tekin að loknum skráningarfresti, 30. janúar 

Umferðartafla landsliðsflokks

Með fyrirvara um fjölda keppenda.

  1. Fimmtudagurinn, 5. febrúar, kl. 18
  2. Föstudagurinn, 6. febrúar, kl. 18
  3. Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 13
  4. Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 13
  5. Mánudagurinn, 9. febrúar, kl. 18
  6. Þriðjudagurinn, 10. febrúar, kl. 18
  7. Miðvikudagurinn, 11. febrúar, kl. 18

Tímamörk verða 90+30 auk 15 mínútna eftir 40 leiki

Áskorendaflokkur kvenna

Fer fram helgina 6.-8. febrúar og teflt verður eftir bikarsyrpufyrirkomulagi. Tímamörk eru 30+30.

  1. Föstudagurinn, 6. febrúar, kl. 18:00
  2. Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 10:30
  3. Laugardagurinn, 7. febrúar, kl. 13:00
  4. Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 10:30
  5. Sunnudagurinn, 8. febrúar, kl. 13:00

Úttekir á Chessable verða í verðlaun.

Verðlaun í landsliðsflokki

  1.    150.000 kr.
  2.      90.000 kr.
  3.      60.000 kr.

Íslandsmeistari kvenna í skák fær keppnisrétt í landsliðsflokki Skákþings Íslands árið 2027 og keppnisrétt í Ólympíuskákmótinu í Úsbekistan í september 2026.

Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri ein jöfn í verðlaunasætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnar verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum.

Skráningarfrestur er til 30. janúar kl. 16

 

- Auglýsing -