Undanfarin 4 ár hefur verið efnt til skákmóta fyrir eldri ástríðuskákmenn að Menningarmiðstöðunni  Borgum i Grafarvogi,  gengt Spöng,  með góðri þátttöku.

Það eru þeir bræður Hlynur og Þorsteinn Þórðarsynir, sem standa fyrir mótunum um alla fimmtudaga kl. 13 – 16.

Þar mæta þeir gömlu skákgeggjarar sem ekki hafa fengið nóg af því að tefla með Ásum í Ásgarði á þriðjudögum eða Riddurunum í Hafnarfjarðarkirkju á miðvikudögum eða hafa ekki getað komið því við að mæta báða dagana.

Í dag, fimmtudaginn 30. janúar, verður telft um FRIÐRIKSBIKARINN í fjórða sinn,  grip sem Einar Ess gaf til keppninnar á fyrsta starfsári skákklúbbs Korpúlfa.   Mótið sem tengist skákdeginum og afmæli Friðriks, hefst kl. 12.30 og allir skákfærir 60+ keppendur velkomnir.

Sæbjörn Larsen vann mótið í fyrsta sinn sem það var haldið  en sl. 2 skipti hefur Þór Valtýsson orðið hlutskarpastur og fengið nafn sitt skráð gullnu letri á bikarinn.

- Auglýsing -