Séð yfir öðlingamótið. Mynd: Heimasíða TR.

Þorvarður Fannar Ólafsson (2118) er efstur öðlinga að lokinni fjórðu umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gær. Þorvarður vann Jóhann H. Ragnarsson (1935). Magnús Pálmi Örnólfsson (2180), sem vann Harald Haraldsson (1925) og Helgi Áss Grétarsson (2440), sem tók yfirsetu, enda teflandi í öðru móti, eru í 2.-3. sæti með 3½ vinning.

Fimmta umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld.

 

- Auglýsing -