Skákbúðir á vegum Skáksambandsins fyrir ungmenni landsins verða haldnar á Hótel Selfossi um helgina. Á laugardaginn kl. 16:30 munu SÍ, Skákskóli Íslands og SSON standa í sameiningu fyrir hraðskákmóti á Hótel Selfossi. Á mótinu, sem tekur um 1½-2 klst., taka þátt nemendur á námskeiðinu, heimamenn auk þess sem mótið er opið fyrir áhugasama sem vilja tefla hraðskák við marga af efnilegustu skákmönnum landsins.
Keppendur verða að hámarki 50 á mótinu og gildir þar lögmálið. Fyrstir sækja – fyrstir fá.
Mótið á Chess-Result: https://chess-results.com/tnr552247.aspx?lan=1.
- Auglýsing -
















