Skáksamband Íslands stendur fyrir barna- og unglingamóti á Reykjavik Hotel Natura, föstudaginn, 28. október. Mótið er haldið samhliða Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák og hver veit nema að einhver keppenda mótsins kíki við.

Mótið hefst 16:00.

Keppt verður í fjórum flokkum á Fischer-Spassky skákmótinu

  • a) 7.-10. bekkur (2007-2010)
  • b) 5.-6. bekkur (2011-12)
  • c) 3.-4. bekkur (2013-14)
  • d) 1.-2. bekkur og yngri (2015 og yngri)
  • e) Peðaskák – er fyrir þá sem eru nýbúnir að læra að tefla og vilja bíða aðeins með þátttöku í venjulegu móti

Verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu stráka og stelpur í hverjum aldursflokki. 

Tefldar verða 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og við hvern leik bætast við tvær sekúndur.

Góð verðlaun verða í boði, m.a. árituð taflborð af keppendum Heimsmeistaramótsins.

Skráningu lýkur kl. 16, fimmtudaginn, 27. október.

Keppendur þurfa að mæta eigi síðar en 15:45 á keppnisstað á skákstað og staðfesta skráningu.

- Auglýsing -