Smári Sigurðsson er skákmeistari Goðans 2024 eftir sigur í hraðskákeinvígi við Rúnar Ísleifsson um titilinn í gærkvöld. Smári vann einvígið 2-1. Smári varð þar með skákmeistari Goðans í 5. skiptið, en einungis Rúnar hefur unnið titilinn oftar en Smári eða 6 sinnum alls.
Jakob Sævar Sigurðsson varð í 3. sæti eftir hraðskákeinvígi við Kristján Inga Smárason 1,5-0,5. Smári og Rúnar voru áður búnir að tefla tvær kappskákir um titilinn sem enduðu báðar með jafntefli og því þurfti hraðskákeinvígi til að fá fram úrslit. Sama staða var uppi í einvíginu um 3. sætið milli Jakobs og Kristjáns. Úrslit Skákþings Goðans á chess-results
Lokastaðan í Skákþingi Goðans 2024.
1 Smári Sigurðsson
2 Rúnar Ísleifsson
3 Jakob Sævar Sigurðsson
4 Kristján Ingi Smárason
5 Adam Ferenc Gulyas
6 Ingi Hafliði Guðjónsson
7-8 Ingimar Ingimarsson og Hilmar Freyr Birgisson (0-1 )
9. Ævar Ákason
10. Sigmundur Þorgrímsson
11. Hermann Aðalsteinsson
12. Dorian Lesman
Síðasta einvígisskák skákþings Goðans fer fram í Framsýn í kvöld. Þar mætast Hilmar Freyr Birgisson og Ingimar Ingimarsson í síðari skák sinni um 7. sætið í mótinu. Hilmar vann fyrri skákina. Ingimar verður með hvítt í skákinni í kvöld.


















