Ólasarinn Gunnar Gunnarsson fæddist 21. apríl 1940 og lést 6. maí 2024.
Hann ólst upp í Reykjavík og fluttist til Ólafsvíkur um tvítugt. Á leiðinni þangað kynntist hann Esteri Gunnarsdóttur, tveimur árum síðar voru þau gift og bjuggu upp frá því í Ólafsvík.
Strax í fyrstu vikua í Ólafsvík gekk Gunnar í Taflfélagið og þótti strax vel liðtækur. Allar götur síðan var hann virkur í félagsstarfsinu og gjaldkeri sl. 30 ár eða allt til dauða dags.
Hann var einn af upphafsmönnum minningarmótana um Ottó Árnason sem haldið voru um tíu ára skeið í Ólafsvík til minningar um frumkvöðul skákíþróttarinnar á Snæfellsnesi. Mótunum var strax vel tekið og mættu ætið margir stórmeistarar á mótið.

Í byrjun árs 2023, þegar Gunnar var orðinn mjög heilsuveill ákvað hann upp á sitt einsdæmi að endurvekja minningarmótið sem hafði verið í dvala í um áratug.
Hafði hann strax samband við Skáksambandi Íslands og í framhaldinu að hafa sambandi við fjölmörg fyrirtæki sem öll tóku vel í samtalið og urðu öll styrktaraðilar. Um eitthundrað þátttakendur tóku þátt í mótinu en Gunnar var þá orðinn rúmfastur á Sjúkrahúsi Akraness þar sem hann horfði á mótið í beinni útsendingu.
Í upphafi mótsins var Gunnar sæmdur fyrsti og eini heiðursfélagi Taflfélgs Snæfellsbæjar.
Helsti afraksturinn af mótinu var þó hár styrkur frá Fisk Seafood sem styrkir unglingastarfið í Snæfellsbæ og í Grundarfirði til öflugar uppbyggingar næstu árin.
Gunnar útskrifaðist úr stýrimannaskólanum og stundaði sjómennsku í 38 ár aðallega sem stýrimaður og skipstjóri ásamt því að vera útgerðarmaður um tíma.
Gunnar var stjórnarmaður Öldunnar, félagi skipstjóra og stýrimanna í mörg ár og hafði forystu um að stofa útibú Stýrimannaskólans í Ólafsvík.
Rúmlega fimmtugur gerðist Gunnar umboðamaður Olís í Ólafsvík og var það þangað til hann var 73 ára gamall.
Gunnar var mikill félagsmálmaður og tók virkan þátt í félagslífi Ólafsvíkur allt til dauða dags. Hann stofnaði eða tók þátt í að stofna
knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík, Lionsklúbb Ólafsvíkur, Golfklúbbinn Jökul og Samkór Ólafsvíkur. Sannur Víkingur, Framari og Arsenalmaður no.1.
Alls staðar var Gunnar virkur félagsmaður og fór í allt með kraft og jákvæðni að leiðarljósi ásamt þægilegu viðmóti allt til síðasta dags.













