Vignir Vatnar Stefánsson hefur hafið leik á nýju alþjóðlegu móti í Ungverjalandi. Að þessu sinni er um að ræða opið mót Budapesti Tavaszi Fesztivál eða Budapest Spring Festival á ensku. Vignir er 29. í stigaröðinni af 210 keppendum.

Í fyrstu umferðinni mætti Vignir ungum Kazaka Timur Dushatov (2228) sem er fæddur 2012 og greinilega mikið efni. Vignir hafði svart og hafði sigur. Skákin var ekki á 20 efstu borðum og því ekki sýnd beint.

Vignir verður ekki heldur í beinni í 2. umferð en þar er hann á 26. borði og hefur hvítt gegn FM Maksym Dubnevych (2293) frá Úkraínu.

Sigurbjörn Hermannsson (1861) teflir í b-flokki. Hann tapaði fyrir Ungverjanum Antal Jr Horvath (2030) í fyrstu umferð

- Auglýsing -