Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur, Ingvar Þór Jóhannesson og fráfarandi formaður félagsins, Gauti Páll Jónsson eru gestir Kristjáns Arnar Elíassonar í þættinum.

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn í síðustu viku en þá voru m.a. gerðar þær breytingar á stjórn félagsins að Gauti Páll Jónsson, fráfarandi formaður, vék úr aðalstjórn í varastjórn og Ingvar Þór tók við formennsku. Gauti Páll hafði áður tekið við formennsku í desember 2023 þegar Ríkharður Sveinsson þáverandi formaður féll frá. Á fund­in­um var Her­mann Ragn­ars­son gerður að heiðurs­fé­laga Tafl­fé­lags Reykja­vík­ur fyr­ir störf sín í þágu fé­lags­ins. Þeir Ingvar Þór og Gauti Páll ræddu um starfsemi félagsins í vetur og mótahald sem er fram undan. Myndarlega verður staðið að Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 en það verður tileinkað minningu Ríkharðs. Eins og svo oft áður í þessum skákþáttum var farið um víðan völl í spjalli um íslenskt skáklíf, talað um skákviðburði og sagðar skákfréttir.

 

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -