Vignir Vatnar Stefánsson heldur áfram góðri byrjun á alþjóðlegu móti í Ungverjalandi, Budapesti Tavaszi Fesztivál eða Budapest Spring Festival á ensku. Vignir er 29. í stigaröðinni af 210 keppendum.
Vignir mætti í 2. umferð FM Maksym Dubnevych (2293) frá Úkraínu með hvítu mönnunum og hafði sigur. Skákin var ekki í beinni en Vignir er kominn á sýningarborð og mætir í næstu umferð austurríska landsliðsmanninum og stórmeistaranum Valentin Dragnev (2566). Vignir hefur aftur hvítt og er jafn efstu mönnum með 2 vinninga eftir 2 umferðir.
Sigurbjörn Hermannsson (1861) teflir í b-flokki og komst á blað strax í 2. umferð. Hann lagði ungversku skákkonuna Yiyun Shen (1689). Sigurbjörn mætir ungverska WFM Lili Toth (2009) í 3. umferðinni. Sigurbjörn hefur 1 vinning af 2 mögulegum.
- Mótið á chess-results
- 20 efstu borð á lichess















