
Meistaramót Skákskólans U2000 hófst í kvöld og lýkur um helgina. Alls taka 19 nemendur Skákskólans þátt á mótinu sem er teflt með atskákfyrirkomulagi 25+10 og tefldar eru 9 umferðir.
Tefldar voru tvær umferðir í kvöld. Of snemmt er að lesa í stöðuna en flestir efstu skákmenn voru í sigursveit MR á dögunum í skákkeppni framhaldsskóla, þeir Gunnar Erik, Ingvar Wu. Benedikt Þórisson hefur 2 vinninga ásamt þeim félögum.
Línur munu skýrast betur um helgina en fjórar umferðir fara fram á morgun.

Nýkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur Ingvar Þór Jóhannesson fékk þann heiður að leika fyrsta leiknum fyrir ríkjandi meistara, Gunnar Erik Guðmundsson. Ingvar stakk upp á hinum nýmóðins leik 1.a4 en Gunnar snarhafnaði því og lék „skákskólalegri“ leik 1.d4!
Sérstakt hrós fær Markús Orri Óskarsson sem gat ekki flogið vegna veðurs og dreif sig því í að láta skutla sér „yfir heiðina“ og gat tekið þátt í 2. umferð!
3. umferð hefst á morgun klukkan 11:00! Dagskráin kom ekki strax rétt inn á chess-results en það var lagað og flestir ættu að hafa séð dagskránna á skákstað og auglýsta!
- Mótið á chess-results
- Frétt með upplýsingum um verðlaun o.fl.















