Vignir að tafli

Vignir Vatnar Stefánsson  tapaði einni og vann eina skák á opna mótinu Budapest Spring Festival. Vignir hefur 3 vinninga af 4 og í þokkalegum málum. Sigurbjörn Hermannsson hefur 1 vinning í B-flokknum á sama móti.

Í gær mætti Vignir stórmeistaranum Valentin Dragnev (2566). Vignir hafði hvítt og virtist skákin vera að stefna í jafntefli. Vignir lék skákinni einhvern veginn niður, var kannski of kærulaus eftir góða endataflssigra undanfarið. Vignir varð að lúta í dúk að þessu sinni.

Vignir kvittaði fyrir tapið í dag með sigri á franska alþjóðlega meistaranum Juilen Song (2312). Skákin var á 21. borði, einu borði frá beinu útsendingarborðunum og því ekki í boði. Á morgun í 5. umferðinni verður Vignir í beinni með hvítt gegn franska FIDE meistaranum Joachim Mouhamad (2311)

Sigurbjörn Hermannsson (1861) teflir í b-flokki og tapaði báðum sínum skákum um helgina. Fyrri skákin gegn ungverskum WFM Lili Toth (2009) í 3. umferðinni og gegn Donat Szecsko (1706) í 4. umferðinni. Sigurbjörn mætir Ungverjanum Norbert Domokos (1788) í 5. umferðinni.

- Auglýsing -