Guðmundur Kjartansson . — Ljósmyndir/Ómar Óskarsson

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Kjartansson tapaði í 3. umferð á Munich Open 2024 þegar hann mætti stigahæsta manni mótsins stórmeistaranum Vladimir Fedoseev (2701) sem teflir fyrir Slóveníu.

Guðmundur stýrði hvítu mönnunum og fékk að því er virtist hættuleg færi í miðtaflinu en náði ekki að gera sér mat úr því. Fedoseev fann betri leiðir í miðtaflinu og sneri að lokum taflinu sér í vil.

Pörun 4. umferðar liggur ekki fyrir að svo stöddu en mótið heldur áfram á morgun.

 

- Auglýsing -