Landsliðsmaðurinn Guðmundur Kjartansson vann í í 4. umferð á Munich Open 2024 og fikraði sig aftur nær toppbaráttunni. Guðmundur hefur 3 vinninga eftir 4 umferðir.
Guðmundur mætti Þjóðverjanum Uli Weller (2246) og hafði svart. Sá þýski beitti lokaða afbrigðinu gegn Sikileyjarvörn en Guðmundur hafði betur þegar leið á miðtaflið og endataflið nálgaðist.
Í 5. umferðinni fær Guðmundur hvítt á svissneska alþjóðlega meistarann Theo Stijve (2328)
- Heimasíða mótsins
- Skákir á lichess
- Chess-results
- Auglýsing -
















