Hannes Hlífar Stefánsson tefldi tvær umferðir í dag á VII Torneo Internacional Jugando con las Estrellas 2024 opna mótinu sem fram fer á Kanaríeyjum.
Hannes hefur verið nokkuð þekktur fyrir að vera ekki mikill aðdáandi morgunumferða. Fyrr á mótinu lét það hann líða hjá og vann í morgunumferð en í dag hóf hann daginn á stuttu jafntefli með svörtu. Andstæðingurinn var FIDE-meistarinn Pedro Reyes (2343). Hannes bauð í 8. leik og Pedro var ekkert að rugga neinum bátum!
Í seinni umferðinni virtist Hannes öllu sprækari. Hann hafði hvíttgegn FIDE-meistaranum Andrej Dubkov (2320). Andrej beitti Caro-kann vörn en lenti snemma í vandræðum.
14…f6?? var átakanlega slappur leikur og Hannes fékk gjörunnið tafl eftir 15.Bxf6 í raun það gjörunnið að Andrej gafst upp!!
Hannes hefur því 5,5 vinnning efitr 7 umferðir og situr í 3-5. sæti á eftir Villagra og Sumets sem hafa 6 vinninga. Í 8. umferðinni hefur Hannes hvítt, einmitt gegn Sumets og gæti mögulega komið sér í ansi vænlega stöðu með sigri í þeirri skák!
Keppendur á mótinu eru alls 120, langflestir spænskir. Titilhafar eru vel yfir þriðja tug og er Hannes númer 6 í styrkleikaröðinni en stigahæstur er Cristobal Villagra (2603) frá Chile. Enska heiti mótsins er „Playing with the Stars„.














