Hannes að tafli á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: Ómar Óskarsson.

Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli í áttundu umferð í dag á VII Torneo Internacional Jugando con las Estrellas 2024 opna mótinu sem fram fer á Kanaríeyjum.

Hannes hafði hvítt gegn Andrey Sumets í umferðinni og upp kom Caro-kann vörn. Hannes hafði aðeins betra rými og biskupparið en erfitt var að komast áfram í stöðunni. Keppendur sömdu um jafntefli í miðtaflinu.

Hannes hefur því 6 vinnninga eftir 8 umferðir og situr í 3-7. sæti og enn á á eftir Villagra (7/8) og Sumets (6,5/8). Í 9. umferðinni sem er sú næstsíðasta hefur Hannes svart gegn Vojtech Plat (2477), Tékkanum alræmda.

Keppendur á mótinu eru alls 120, langflestir spænskir. Titilhafar eru vel yfir þriðja tug og er Hannes númer 6 í styrkleikaröðinni en stigahæstur er Cristobal Villagra (2603) frá Chile. Enska heiti mótsins er „Playing with the Stars“ og tefldar eru 10 umferðir.

- Auglýsing -