Ísland hefur lokið leik á HM öldungasveita en liðið gerði tiltölulega stutt jafntefli við Slóvakíu. Þrjú stutt jafntefli voru saman nokkuð fljótt en Jóhann reyndi aðeins lengur á fyrsta borði með hvítu en sættist svo á skiptan hlut.
Skákirnar voru það stuttar að í raun tekur ekki að fjalla um þær að einhverju marki. Bæði greinilega þreytt og lúin eftir erfitt mót og líklegast einhver vonbrigði með niðurstöðuna.
.Bandaríkjamenn enduðu á að taka gullið á oddastigum eftir jafna og spennandi toppbaráttu.

Ísland endaði í 11. sæti sem verður að teljast vonbrigði miðað við að liðið var númer þrjú í styrkleikaröð.
- Auglýsing -
















