Önnur umferð á 100 ára Afmælismóti Skáksambands Íslands, opna Íslandsmótinu er komin af stað. Vignir Vatnar Stefánsson mætir FM Gergana Peycheva á efsta borði en Ivan Sokolov tók sér hjásetu í umferðinni. Símon Þórhallsson mætir Ivan Schitco og svo kom íslenskar viðureignir.
Hannes og Lenka mætast en þau hafa bæði unnið 13 eða fleiri Íslandsmeistaratitla, mest hjá báðum kynjum! Vafalítið munu margir hafa gaman af að fylgjast með viðureign Stefáns Steingríms og Björns Þorfinnssonar en báðir hafa verið yfirlýsingaglaðir í aðdraganda þeirrar skákar! Guðrún Fanney Briem reynir að fylgja eftir góðu jafntefli gegn stórmeistara í gær með hvítu mennina gegn Gunnari Erik.
Umferðina má skoða í glugganum hér að neðan eða með því að smella á tengilinn neðst.
- Beinar útsendingar á lichess (15 mínútna töf)
- Mótið á chess-results















