Þá er komið að þriðju umferð á 100 ára Afmælismóti Skáksambands Íslands, opna Íslandsmótinu en í dag er tvöfaldur dagur. Lítið var um óvænt úrslit í 2. umferð Vignir Vatnar Stefánsson lagði FM Gergana Peycheva á efsta borði og Ivan Schitco lagði Símon Þórhallsson. Vignir mætir Hilmi Frey á efsta borði í þriðju umferðinni.

Fjöldi titilhafa mætist auk þess, Aleksandr Domalchuk-Jonasson hefur hvítt á Ivan Schitco, Sigurbjörn Björnsson og Hannes Hlífar mætast, Björn Þorfinnsson og Bárður Örn Birkisson. Búast má við mikilli baráttu!

Umferðina má skoða í glugganum hér að neðan eða með því að smella á tengilinn neðst.

 

- Auglýsing -