Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst á heimsmeistaramóti skólasveita en mótið fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Liðið er skipað þeim:
1.Tristan Nash Alguno Openia
2.Milosz Úlfur Olszewski
3.Kristófer Árni Egilsson
4.Katrín Ósk Tómasdóttir
5.Emilía Klara Tómasdóttir
Eftir að krakkarnir höfðu lent í Washington og foreldrarnir í Baltimore(Já meira um þá sögu í næsta tölublaði af Tímaritinu Skák) þá var liðið tilbúið í fyrsta keppnisdag.
Áhugavert þótti mörgum að keppendur máttu velja hvort þeir vildu skrifa niður skákirnar í tímamörkunum 45+10. Íslensku krakkarnir vilja alltaf eiga möguleikann á að geta farið yfir skákirnar með Jóhönnu Björg þjálfara liðsins og skrifuðu því öll.
1.umferð byrjaði gegn sterkum skóla frá Singapore,endaði 4-0 og fátt um óvænt úrslit hjá öðrum eins og svo oft í fyrstu umferð.

Næst var það skóli frá Panama og hafði íslenska sveitin mikla trú á því að nú væri möguleiki að koma mótinu af stað. Tristan tefldi traust og átti möguleika á sigri á tímapunkti(framað 48.leik) en sættist á jafntefli að lokum enda. Skák Tristans
Sama má segja um Katrínu sem snéri taflinu við eftir að andstæðingurinn lék af sér í 18.leik en sammældist um jafntefli Skák Katrínar

Hvaleyrarskóli kominn á blað og 3.umferð(mánudag) hefst kl 15 á íslenskum tíma gegn danska skólanum Giersings Realskole.
Annars er hópurinn í góðu yfirlæti á Episcopal háskólasvæðinu þar sem þau fá morgunmat,hádegismat og kvöldmat. Heitt hefur verið í veðri en loftkældur keppnissalur hefur gert gæfu muninn.
Instagram þar sem hægt er að fylgjast með hópnum https://www.instagram.com/haukarskak
Skákirnar í beinni: https://lichess.org/broadcast/world-schools-team-championship-2025–boards-1-100/round-2/lIFqaEGU#boards
Instagram síða mótsins: https://www.instagram.com/ischoolchess/
Heimasíða mótsins: https://worldschoolteam2025.fide.com/
Chess-Results: https://s3.chess-results.com/tnrWZ.aspx?lan=1&tno=1226551














