Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst á heimsmeistaramóti skólasveita en mótið fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Liðið er skipað þeim:
1.Tristan Nash Alguno Openia
2.Milosz Úlfur Olszewski
3.Kristófer Árni Egilsson
4.Katrín Ósk Tómasdóttir
5.Emilía Klara Tómasdóttir
3.umferð var gegn Giersings Realskole frá Danmörku og þar mátti sjá nokkur nöfn sem íslenskir skákkrakkar ættu að kannast við en á 1.borði mætti Tristan, Noah Skotte Frydendahl sem hafði mætt á Norðurlandamótið í Borgarnesi fyrr í ár og Katrín mætti Naya Harpsoe sem hafði teflt á Norðurlandamóti stúlkna í apríl síðastliðnum.
Danirnir reyndust þungir á fyrstu tveimur borðunum en Kristófer komst á blað með góðu jafntefli og Katrín fékk sitt boð um jafntefli samþykkt eftir að hafa aðeins átt mínútu eftir á klukkunni.(ekki má taka beinar útsendingar á Lichess alveg sem heilögum sannleik því einhver skekkjumörk virðast vera á símunum sem taka upp og skrá niður skákirnar)

Eftir að hafa komið sér fyrir í skugga var farið yfir skákirnar með Jóhönnu og íslenska sveitin heldur betur tilbúinn að taka næstu umferð með trompi.

4.umferð gegn Ghana varð áhugaverð í meira lagi. Krakkarnir höfðu að sjálfsögðu séð að Ghana tefldi aðeins fram tveimur leikmönnum þannig búist var við að á fyrstu tveimur borðunum yrði leikið til þrautar. Andstæðingur Tristans mætti en sú skák að mestu búin eftir Rd6 í 12.leik (Skák Tristans)
Reglur í þessu móti kveða á um að tap dæmist á andstæðing ef hann mættir eftir 10 mínútna markið. Andstæðingur Milosz mætti þegar 9 mínútur og 10 sekúndur voru liðnar af klukkunni. Erfitt getur verið að gíra sig upp í alvöru taflmennsku eftir svona bið og varð það raunin en kom ekki að sök og því 3-1 sigur Hvaleyrarskóla staðreynd.

5.umferð fer fram á íslenskum tíma klukkan 15 í dag(þriðjudag) gegn Kanada og virðist mótið nú vera jafnast út,svipuð stig á öllum borðum.
Eftir sigurinn gegn Ghana má segja að aldursbil keppenda hafi sýnt sig þar sem strákarnir skelltu sér í skoðunarferð um Washington Monument,Lincoln Memorial og Hvíta húsið á meðan skák-systur versluðu í Walmart og skemmtu sér í Chuck E Cheese.

Margir hafa þó spurt sig hvað gerir varamaður í svona liði, já álagið er kannski ekki mikið en ábyrgðin getur tekið á, að vera alltaf til staðar. Það má þó segja að skipuleggjendur hafi gert gífurlega vel þegar kemur að skipulagningu fyrir varamenn því í boði er meðal annars playstation tölvur,þythokkýborð,taflborð,grjónapúðar, ísbíll og hægt að versla allan mögulegan skákvarning.

Instagram þar sem hægt er að fylgjast með hópnum https://www.instagram.com/haukarskak
Skákirnar í beinni: https://lichess.org/broadcast/world-schools-team-championship-2025–boards-1-100/round-2/lIFqaEGU#boards
Instagram síða mótsins: https://www.instagram.com/ischoolchess/
Heimasíða mótsins: https://worldschoolteam2025.fide.com/
Chess-Results: https://s3.chess-results.com/tnrWZ.aspx?lan=1&tno=1226551














