FIDE birti alþjóðleg skákstig 1. ágúst s.l. Litlar breytingar eru á efstu mönnum en Sumarsyrpa TR var að gefa og Bárður Örn Birkisson tefldi næstum daglega.
Efstu skákmenn og konur
Aðeins þrír skákmenn á topp 20 listanum tefldu í mánuðinum. Helstu breytingarnar listanum eru þær að Héðinn Steingrímsson (2492) náði í 4,5 vinninga í 5 skákum á Houston Chess Festival og telst því virkur aftur. Hann kemur inn á listann í þriðja sæti. Vignir Vatnar Stefánsson (2509) er enn efstur.
Hjá konunum er Olga Prudnykova (2271) efst en Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2031) fer upp um 2 sæti í það þriðja.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2374) hækkaði um 7 stig í mánuðinum og er stigahæstur ungra skákmanna.
Á vizkualdrinum kemur Héðinn Steingrímssno (2492) aftur inn á lista og er stigahæstur.

Breytingar
Sigurvegari beggja sumarsyrpa TR í sumar leiðir hækkanir á skákstigum. Emil Finnson Fenger (1546) hækkaði um 134 stig í júlí. Katrín Ósk Tómasdóttir (1523) hækkaði um 64 stig.

Fjöldi
Bárður Örn Birkisson (2232) tefldi 27 skákir í mánuðinum, 9 fleiri en næstu menn.

Nýliðar
Tveir skákmenn koma nýir inn á lista. Helgi Tómas Jónsson (1461) og Emilía Sigurðardóttir (1421)















