Íslenska sveitin í opnum flokki Evrópumóts landsliða í skák gerði í dag 2-2 jafntefli gegn sveit Kósóvó.
Viðureignin var jöfn og spennandi. Á lokametrunum náði Aleksandr Domalchuk-Jonasson að snúa erfiðri stöðu sér í hag.
Íslenska sveitin í kvennaflokki tapaði naumlega gegn Austurríki.
Aftur var það Hallgerður Helga sem náði í góðan sigur fyrir kvennaliðið en hún snéri tapaðri stöðu í mátsókn!

Í 4. umferð mætir íslenska liðið í opnum flokki Georgíu-4, liði sem kom inn á lokametrunum til að koma í veg fyrir oddatölufjölda liða. Allt annað en sigur hér væri algjört afhroð! Kvennaliðið mætir Finnlandi sem er á þessu móti án sinnar sterkustu skákkonu.
- Heimasíða mótsins
- Chess-results – opinn flokkur
- Chess-results – kvennaflokkur
- Beinar útsendingar – Opinn flokkur
- Beinar útsendingar – kvennaflokkur
- Bein lýsing (ECU TV)
- Auglýsing -