Það var ekki að sjá á keppendum sem mættu á afmælismót Taflfélags Garðabæjar í Miðgarði að þeir væru búnir að tefla yfir sig undanfarna daga. 41 tefldu í mótinu en meðal keppenda voru tveir stofnfélagar taflfélagsins þeir Björn Jónsson og Jóhann H. Ragnarsson

Fyrir mótið var boðið upp á veitingar í tilefni 45 ára afmælis TG og bæjarstjóri Garðabæjar Almar Guðmundsson lék fyrsta leikinn fyrir Erling Jensson í skák hans gegn Vigni Vatnari Stefánssyni. Erlingur taldi nokkuð ljóst að það myndi litlu skipta um úrslitin í skákinni hverju Almar myndi leika og leyfði bæjarstjóranum því að velja. Almar var búinn að lofa því á bæjarskrifstofunni að reyna að fá að leika riddaranum og lék því 1. Rf3. Vignir hafði sigur en Erlingur vildi ekki kenna bæjarstjóranum um.

Það varð snemma ljóst að nýkrýndur skákmeistari Garðabæjar, Björn Þorfinnsson, ætlaði  sér stóra hluti og þegar hann hlóð í hvern sigurinn á fætur öðrum sáu andstæðingar hans að 5 ára sonur hans væri sá eini sem mögulega gæti stoppað hann. Þorfinnur Björnsson hellti kaffibolla föður síns niður í skák hans gegn Aroni Ellert Þorsteinssyni en fyrst Björn náði að standa það af sér var hann óstöðvandi. 9 vinningar í 9 skákum og skákmeistari Garðabæjar einnig krýndur hraðskákmeistari Garðabæjar.

Vignir Vatnar Stefánssostakk sér upp fyrir Gauta Pál Jónsson og Guðrúnu Fanneyju Briem í 8. umferð og náði 2. sætinu með 7 vinninga af 9, Gauti endaði þriðji með 6,5 vinninga en frábær árangur hjá Guðrúnu í 4. sætinu þó hún rétt missti af verðlaunasæti. Guðrún var með rating performance yfir 2200 stig í mótinu.

Stigaflokkaverðlaun hlutu Kristján Örn Elíasson, Hannes Frímann Hrólfsson, Þorlákur Magnússon og Hallgrímur H Gunnarsson.

Skákstjóri í mótinu var Jan Olav Fivelstad.

 

 

- Auglýsing -