Tíu skákkonur mættu til ieks á Íslandsmót kvenna í hraðskák sem fram fór í Vinnustofu Kjarval, Austurstræti 12 (101 Rvk). Um var að ræða fimmta Íslandsmót kvenna i hraðskák! Allar tefldu við allar, alls níu umferðir með umhugsunartímanum 4+2.

Á endanum voru það Lenka Ptacnikova og forsetinn, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem voru duglegastar í vinningasöfnun. Báðar fengu þær 8 vinninga af 9 mögulegum en Lenka hafði betur á oddastigum. Lenka lagði Jóhönnu að velli í innbyrðis en tapaði hinsvegar gegn Olgu en Olga náði að loka þríhyrningnum og tapaði gegn Jóhönnu. Hinsvegar setti óvænt taps gegn Hildi Berglind (sem átti gott mót) strik í reikninginn hjá Olgu! Olga endaði í þriðja sæti á oddastigum.

Úrslitaskák Lenku gegn Jóhönnu réðist í miðtaflinu þegar Jóhanna lék ónákvæmt og missti gríðarlega mikilvægt miðborðspeð á e5 reitnum, eftir það fjaraði fljótt undan svörtu stöðunni.

- Auglýsing -