Síðasti skákviðburður árins hjá skákfélaginu Goðanum verður Jólaskákmót Goðans 2025 sem fram fer í Túni sunnudaginn 28. desember og hefst kl 14:00. Við reiknum með því að tefla 6 umferðir með 10+5 tímamörkunum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í mótinu.
Ókeypis er í mótið sem verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE. Mótið er opið öllum áhugasömum en einungis félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.
Búið er að opna fyrir skráningu í mótið sem fer fram hér á chess manager
- Auglýsing -


















