Sextán manna úrslit Síminn Invitational í netskák hefjast á sunnudaginn.

Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

Í fyrri viðureign sunnudagskvöldsins mætast silfurhafinn Símon Þórhallsson og Jón Trausti Harðarson. Í seinni viðureigninni kljást stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson.

Viðureignirnar eru á Lengjunni.

Vakin er athygli á Draumliðsleiknum. 

Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Verði jafnt verður teflt til þrautar. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.

Skákskýringar í vetur verða í umsjón Björns Ívars, Hilmis Freys og Ingvars Þórs.

Verðlaun í aðalkeppninni

  1. 200.000 kr
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr
  4.   25.000 kr.

Dagskrá

8. janúar 26′ Undanrásir
18. janúar. 26′ 16 manna úrslit
25. janúar 26′ 16 manna úrslit
1. febrúar 26′ 16 manna úrslit
8. febrúar 26′ 16 manna úrslit
22. febrúar 26′ 8 manna úrslit
1. mars 26′ 8 manna úrslit
15. mars 26′ Undanúrslit
22. mars 26′ Úrslit
- Auglýsing -