Sextán manna úrslit Síminn Invitational í netskák hefjast á sunnudaginn.
Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.
Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ
Í fyrri viðureign sunnudagskvöldsins mætast silfurhafinn Símon Þórhallsson og Jón Trausti Harðarson. Í seinni viðureigninni kljást stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson.
Viðureignirnar eru á Lengjunni.
Vakin er athygli á Draumliðsleiknum.
Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Verði jafnt verður teflt til þrautar. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.
Skákskýringar í vetur verða í umsjón Björns Ívars, Hilmis Freys og Ingvars Þórs.
Verðlaun í aðalkeppninni
- 200.000 kr
- 100.000 kr.
- 25.000 kr
- 25.000 kr.
Dagskrá
| 8. janúar 26′ | Undanrásir |
| 18. janúar. 26′ | 16 manna úrslit |
| 25. janúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 1. febrúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 8. febrúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 22. febrúar 26′ | 8 manna úrslit |
| 1. mars 26′ | 8 manna úrslit |
| 15. mars 26′ | Undanúrslit |
| 22. mars 26′ | Úrslit |
















