Páska-skák-kanínan í góðum félagsskap. Mynd: Vinaskákfélagið.

Páskamót Vinaskákfélagsins fót fram í dag. Mótið var vel mannað og æsispennandi fram á síðustu stundu. Að lokum stóð „Páska-skák-kanínan“ Don Roberto efstur á palli, Guðni Stefán Pétursson tók silfrið og Gunnar Freyr Rúnarsson bronsið. Tveir heppnir keppendur fengu páskaegg í „páska-skák-lottóinu“ Björgvin Kristbergsson og Giovanna Spano.

Ilmandi og ljúffengar vöfflur, að hætti VIN vora bornar fram í hálfleik. Öll úrslit og lokastöðuna má sjá á Chess-Results.

 

- Auglýsing -