Alþjóðlegi dómarinn og FIDE-meistarinn, Róbert Lagerman,, teflir og á áttunda borði fyrir SSON og vann Guðna Stefán í fyrstu umferð. Mynd: IEB.

Taflmennska í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga hófst í kvöld. Eftir hana eru SSON (Skákfélag Selfoss og nágrennis) og Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins á toppnum með 7½ vinning af 8 mögulegum eftir að hafa rótburstað andstæðinga sína í fyrstu umferð. Huginsmenn og TR-ingar eru skammt undan eftir einnig góða sigra.

Úrslit fyrstu umferðar

Einstaklingsúrslit má nálgast á Chess-Results.

Önnur umferð fer fram á morgun og hefst kl. 20. Þá hefst einnig taflmennska í öðrum deildum.