Skák þarf ekki alltaf að vera skemmtileg. Einbeittir Víkingar við upphaf umferðarinnar í gær. Einbeitingin skilaði sér með stórsigri. Mynd: Halla.

Víkingaklúbburinn vann stórsigur 7½-½ á eigin b-sveit í gær. Víkingar hafa byrjað með miklum látum og hafa 15 vinninga af 16 mögulegum eftir tvær umferðir. Taflfélag Reykjavíkur er í öðru sæti með 13 vinninga eftir 6½-1½ á eigin b-sveit. SSON (Skákfélag Selfoss og nágrennis) er í 3. sæti með 12½ vinning eftir 5-3 sigur á Fjölni. Önnur úrslit urðu þau að Taflfélag Garðabæjar og Huginn gerðu 4-4 jafntefli. Sömu úrslit urðu í viðureign Skákfélags Akureyrar og Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness.

Úrvalsdeild að ári

Á næsta ári verður tekin upp úrvalsdeild. Skákáhugamönnum til fróðleiks verður deildaskipting að ári birt í samræmi við stöðuna eftir hverja umferð. 

  • Úrvalsdeild
  • 1. deild
  • 2. deild 
  • 3. deild
  • 4. deild

Staðan í fyrstu deild

Rk. Team TB1
1 Víkingaklúbburinn a-sveit 15
2 Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 13
3 Skákfélag Selfoss og nágrennis 12,5
4 Skákfélagið Huginn 11
5 Skákdeild Fjölnis 8,5
6 Taflfélag Garðabæjar 6,5
7 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes 5
8 Skákfélag Akureyrar 4,5
9 Víkingaklúbburinn b-sveit 2
10 Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 2

 

Þriðja umferð hefst kl. 11. Þá mætast sveitirnar í 2. og 3. sæti SSON og TR.

Nánar á Chess-Results.

2. deild

Keppnin í 2. deild hófst í gær. Taflfélag Vestmannaeyja er efst með 5½ af 6 mögulegum eftir stórsigur á b-sveit Taflfélags Garðabæjar. Skákdeild KR er í öðru sæti með 4½ vinning. Hrókar alls fagnaðar og b-sveit Hugins eru í 3.-4. sæti með 3½ vinning.

Rk. Team TB1 TB2
1 Taflfélag Vestmannaeyja 5,5 2
2 Skákdeild KR 4,5 2
3 Skákfélagið Huginn b-sveit 3,5 2
4 Hrókar alls fagnaðar 3,5 2
5 Skákdeild Hauka 2,5 0
6 Skákfélag Akureyrar b-sveit 2,5 0
7 Skákdeild Fjölnis-b 1,5 0
8 Taflfélag Garðabæjar b-sveit 0,5 0

 

Nánar á Chess-Results.

3. deild

Fjórtán sveitir tefla í 3. deild. B-sveit Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness byrjaði best allra í þriðju deild í gær með 6-0 stórsigri á eigin c-sveit. Skáksamband Austurlands sem vann virkilega góðan 4½-1½ á c-sveit víkingaklúbbsins er í 2.-3. sæti ásamt c-sveit TR.

Rk. Team TB1 TB2
1 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes b-s 2 6
2 Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 2 4,5
Skáksamband Austurlands 2 4,5
4 Skákgengið* 2 4
Vinaskákfélagið a-sveit* 2 4
6 Skákfélag Akureyrar öldungalið 2 3,5
Skákdeild KR b-sveit 2 3,5
8 Taflfélag Akraness 0 2,5
Hrókar alls fagnaðar b-sveit 0 2,5
10 Vinaskákfélagið b-sveit 0 2
Skákfélag Sauðárkróks 0 2
12 Víkingaklúbburinn c-sveit 0 1,5
Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 0 1,5
14 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes c-s 0 0

* Sveitirnar eru hnífjafnar.

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Sextán sveitir tefla í fjórðu deild. Þar á meðal eru fjórar sveitir frá SSON! Það er nokkuð magnað að þetta félag á næstflestar sveitir á mótinu – aðeins Taflfélag Reykjavíkur hefur fleiri sveitir.

C-sveit SSON var eina sveitin sem hóf deildina með 6 vinninga. B-sveit Eyjamanna er í 2. sæti og c-sveit Víkingaklúbbsins í því þriðja.

Rk. Team TB1 TB2
1 Skákfélag Selfoss og nágrennis c-sveit 2 6
2 Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 2 5,5
3 Víkingaklúbburinn d-sveit 2 5
4 Skákfélag Selfoss og nágrennis b-sveit 2 4,5
5 Skákfélagið Huginn c-sveit 2 4
6 Taflfélag Vestmanneyja c-sveit 2 3,5
Skákdeild Fjölnis c-sveit 2 3,5
8 Taflfélag Reykjavíkur e-lið 1 3
Taflfélag Garðabæjar c-sveit 1 3
10 Taflfélag Reykjavíkur f-lið 0 2,5
Skákfélag Selfoss og nágrennis e-sveit 0 2,5
12 Skákfélag Selfoss og nágrennis d-sveit 0 2
13 Skákfélag Akureyrar c-lið 0 1,5
14 Breiðablik unglingalið-a 0 1
15 Grindavík 0 0,5
16 Skákdeild Fjölnis unglingalið 0 0

Nánar á Chess-Results.

Heimasíða mótsins